Hringdu í okkur ef þú hefur einhverjar spurningar

s: 568-3660

Hvað er Manual Therapy?

Sérkenni Manual Therapy eru fyrst og fremst fólgin í því að lögð er áhersla á nákvæma greiningu á eðli og staðsetningu kvillans. Ítarleg þekking á uppbyggingu og starfssemi líkamans og skoðunarhæfni sjúkraþjálfarans vinna saman að greiningu, sem leiðir til hnitmiðaðrar meðferðar.

Í Manual Therapy er sjúkdómsgreiningin eða starfrænt mat aðalatriðið. Sjúkraþjálfarinn metur hvort til staðar eru hreyfitruflanir sem geta valdið einkennum sjúklings. Einnig er ástand mjúkvefja metið. Ýmsar rannsóknir eru og hafðar til hliðsjónar,svo sem röntgen,segulómun, skann og blóðprufur.

Hvernig kemst ég til sjúkraþjálfara

Þú pantar fyrsta tíma (s: 5683660 | mtstofan@mmedia.is).
Ef fjöldi meðferðarskipta fer yfir sex skipti þarf beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni til þess að endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands gildi.
Leyfilegt er þó að nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara án aðkomu lækna en þá kemur ekki til endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.

HVER ER GJALDSKRÁ FYRIR SJÚKRAÞJÁLFUN ?

Gjaldskrá má finna inná heimasíðu Sjúkratrygginga  www.sjukra.is

Í hverju felst meðferðin?

Meðferðin beinist að því að minnka verki, liðka stirð líkamssvæði og styrkja svæði sem eru ofhreyfanleg. Einnig eru líkamsskekkjur leiðréttar.
Helstu meðferðarform eru:

  • sérhæfðar hreyfiaðferðir til liðlosunar
  • sérhæfðar hreyfiaðferðir sem verkjameðferð
  • hnykkingar
  • tog
  • nudd og ýmsar vöðvaslakandi aðferðir
  • vöðvateygjur
  • aðferðir til að auka hreyfanleika taugavefs
  • þjálfun
  • fræðsla
  • fyrirbyggjandi aðferðir

Þarf ég að hitta lækni áður en ég fer til sjúkraþjálfara?

Nei, sjúkraþjálfarar eru sjálfstæð heilbrigðisstétt og þarf ekki tilvísun frá lækni. En hinsvegar ef skipti meðferða fara yfir sex skipti kemur ekki til þáttöku Sjúkratrygginga nema beiðni frá lækni liggi fyrir.