MT Stofan

Sjúkraþjálfun | Manual Therapy

Afgreiðsla opin

8:00-15:30

Mánudaga – Fimmtudaga
8:00-14:00 á Föstudögum

Um okkur

Sjúkraþjálfun MT stofan hefur verið starfrækt frá maí 1993 að Síðumúla 37, 2. hæð. Stofan er 450 fermetrar og samanstendur af 10 meðferðarherbergjum, björtum og notalegum æfingasal og búningsklefum með sturtum.

Tekið er á móti fólki með ýmis konar stoðkerfisvandamál og boðið er upp á alla almenna sjúkraþjálfun með áherslu á Manual Therapy og þjálfun. Manual Therapy er sérhæfð meðferð á stoðkerfi.

Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða, lyfta í húsi.

Hvernig kemst ég í sjúkraþjálfun?

Fyrst pantar þú tíma.

Ef fjöldi meðferðarskipta fer yfir sex skipti þarf beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni til þess að endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands gildi.

Leyfilegt er þó að nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara án aðkomu lækna en þá kemur ekki til endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara í síma 5683660 eða mtstofan@mmedia.is.

MT stofan áskilur sér rétt á að innheimta kr. 4000 fyrir tíma sem ekki er afboðaður.

Hér erum við

Síðumúli 37 – 2.hæð (gengið inn hægra megin)